Sendingarskilmálar

Afhending, sendingarmáti og seinkun

Viðtakandi fær sent SMS/tölvupóst þegar vara er borin út eða þegar hægt að er að nálgast vöru á fyrirframákveðnum stað þegar sótt er og er því mikilvægt að rétt gsm númer og netfang sé gefið upp við pöntun.

Afhending telst vera innan eðlilegra tímamarka frá útgáfudegi reiknings. Seljandi afhendir vörur einungis innan Íslands, ef kaupandi er erlendur er hægt að nálgast pöntun á fyrirframákveðnum afhendingarstað sem BoxBox ehf ákveður.

Pantanir innanlands sem eru sendar með TVGXpress geta tekið 1-4 virkra daga frá staðfestingarpósti/sms um að vara sé farinn í flutning. Ef notast er við aðra sendingaraðila getur afgreiðslutími verið öðruvísi.

Afhendingartími sendinga er á milli 17-22 á virkum dögum innan störhófuðborgarsvæðis. Pöntunin er afgreidd af Flytjanda á nærliggjandi afhendingarstað (eða umboðsaðila þess) kaupanda ef vara er send út fyrir stórhöfuðborgarsvæðið eða í Dropp boxi sem valið er.

Sóttar sendingar hjá TVGXpress að Vatnagörðum 22, 104 Reykjavík er á milli kl 8-17 alla virka daga. Hægt er að nálgast vörur eftir að staðfestingarpóstur/sms er sent.

BoxBox ehf. tekur ekki ábyrgð á að viðskiptavinir séu með rétt merkt aðsetur eða bjöllur í þeim tilfellum þar sem merkinga er ábótavant mun TVGXpress senda pöntunina til baka og lendir tilfallandi kostnaður á viðskiptavin. Viðskiptavinir hvattir til að hafa nöfn og heimilisföng eins ýtarleg og kostur er á þegar pantað er eins og t.d. með staðsetningu á bjöllu og/eða hæð/íbúðarnúmer.

Netverslanir BoxBox ehf taka ekki ábyrgð á pöntunum sem týnast í almennri sendingu TVGXpress og/eða öðrum aðilum sem vörukaup kaupanda er sent með.

Hafi pöntun þín ekki borist innan viku frá greiðslu er bent á að hafa samband við viðkomandi vefverslun á netfangið sem kemur fram í pöntun sem allra fyrst.


Skoðun á vörum við móttöku

Eftir að kaupandi hefur móttekið pöntunina þarf að kanna hvort vara/vörur sé í samræmi við pöntunarstaðfestinguna, hvort eitthvað hafi skemmst í flutningi og að allar vörur séu samkvæmt vörulýsingu.

Skilmálar þessir gera ráð fyrir að kaupandi hafi lesið og kynnt sér leiðbeiningar og/eða handbók sem fylgt getur vöru við afhendingu.

Eðlilegur athugunartími viðskiptavinar telst vera innan 14 daga. Eftir 14 daga áskilur seljandi sér rétt til að sannreyna staðhæfingu kaupanda innan eðlilegra tímamarka áður en leyst er úr umkvörtunarefni kaupanda. Í flestum tilfellum felur það í sér athugun hjá viðurkenndum þjónustuaðila.


Vara ekki til

Ef vara er ekki til sem keypt var er haft samband við kaupanda sem fyrst til að fá upplýsingar hvort kaupandi vill bíða með að fá vöruna þegar hún er aftur komin á lager eða hætta við pöntun. Í þeim tilvikum sem vara er ekki til og fjöldi vara er fleiri en ein munu þær (sú) vörur (vara) verða send um leið og vörurnar (varan) er aftur kominn á lager og send kaupanda að kostnaðarlausu.