Um okkur
Snyrtivörur þegar þér hentar á góðu verði
versla snyrtivörur á náttfötunum.
það var eiginlega ástæðan fyrir þessari síðu, geta verið upp í sófa í kósýfötum (kannski með rautt eða hvítt, við dæmum ekki), skoða allar vörur landsins (eða svona flest allar) á góðu verði. Ekkert stress að bíða við kassann eða troðast á milli minnstu ganga í heimi með dúndrandi hausverk gegnum tugi ilmvatna sem reyna að yfirgnæfa það síðasta og örtröð dauðans af því að það er Tax free eða álíka óþarfa stress.
Aldrei aftur!
Verslunin þín þegar þér hentar. Vertu velkomin(n) og láttu eins og heima hjá þér. Ef það er eitthvað sem við getum gert upplifunina þína ánægjulegri láttu okkur endilega vita.